Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi, afhenti Ljósinu, föstudaginn 6. desember 2019, styrk að verðmæti tvær milljónir króna. Var þetta afrakstur af tveimur góðgerðargolfmótum sem leikin hafa verið á hverju ári.

Mótin hafa alltaf verið haldin á Leirdalsvelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbburinn hefur alla tíð stutt við mótið m.a. með afslætti á vallargjaldi og aðstoð við mótahaldið.

Í ár var ellefta árið sem mótið var haldið og hefur allur ágóði af mótinu síðustu ára runnið til Ljóssins. þá hefur Eldey einnig verið með svokallaða Eldeyjar óskabrunna sem eru staðsettir á fjölförnum stöðum og hafa þeir verið að safna peningum til Ljóssins.