Frá fundi Eldeyjar

Eldeyjarfélagar eru aftur farnir að hittast í húsi. Í kvöld var þriðji slíki fundur frá því Covid fór að skekja allt. Félagar eru afskaplega sáttir við að geta loksins hist aftur og átt góða stund. Eins og margir aðrir Kiwanis klúbbar þá voru fundir um þónokkuð skeið hafðir á fjarfundaformi. Það gekk allt án vandkvæða en það er nú alltaf skemmtilegra að hittast svona „á staðnum“.