Kiwanisklúbburinn Eldey

Eldey

Fundur 994

Frábær Kiwanisfundur hjá Eldey Kópavogi. Sturlaugur frá Fjölsmiðjunni með frábært og fróðlegt erindi. Vorum með heimsókn frá Setberg sem hélt sinn fund samhliða Eldey. Mikill hugur hjá Eldey í fjölgun enda skemmtilegur hópur félaga sem vilja gera vel fyrir börnin. Ef þú hefur áhuga á að kynnast skemmtilegum og gefandi félagsskap hafðu samband. Guðlaugur 897-5377

Fundir eru byrjaðir aftur hjá félaginu.

Fundur nr. 963. Félgsmálafundur var haldinn hjá klúbbnum. Það mættu 19 félagar og 2 gestir. Mikið var rætt á fundinum og félgsmenn voru ánægðir með að geta hist eftir Covid og rætt málin saman. Kv stjórnin.

Hvað er Kiwanis?

Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.

Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.  Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.

Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu.  Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt.  Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða.  En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Kiwanisklúbburinn Eldey er hluti af umdæminu Ísland – Færeyjar. Nánari upplýsingar má sjá á síðu kiwanis.is